Hvannadalshnúkur | Hæsti tindur Íslands


Price from 39,900 ISK
Price from 271 EUR
Price from 319 USD
Price from 392 CAD
Price from 221 GBP
Price from 2002 RMB
tour type
some alt tag

Duration

12-18 klst

some alt tag

Highlights

✓ Hápunktur Íslands

some alt tag

Included

✓ Leiðsögn sérfræðinga

Are you ready for the adventure?

 


Tour Description

 

 

Hvannadalshnúkur er hæsti tindur Íslands og því „Toppurinn á tilverunni“, 2.119 metrar frá sjávarmáli. Reyndar er hæðin aðeins breytileg eftir snjóalögum milli ára. Tröllaferðir bjóða nú þessa einstöku ævintýraferð á vordögum sem er besti tími til uppgöngunnar. Á þessum tíma eru ógnarstórar og djúpar jökulsprungurnar fullar af snjó og því öruggasti tíminn.

Þaulreyndir fjallaleiðsögumenn Tröllaferða munu leiða ykkur í ferðinni, sem tekur alla jafna á bilinu 12-18 klukkustundir efti færð og veðri. Þið hittið leiðsögumenn ykkar í höfuðstöðvum Tröllaferða við flugstöðina í Skaftafelli. Síðan er haldið að eyðibýlinu Sandfelli litlu austar í rótum Öræfajökuls, sem Hvannadalshnúkur er toppurinn á.

Leiðin á Hvannadalshnúk er kölluð Sandfellsleið, ein margra leiða á tindinn og sú auðveldasta og öruggasta. Í byrjun er gengið í fjallshlíðinni upp í tæplega 1.000 metra hæð þar sem snjór og jökullinn taka við. Síðan er gengið alla leið að rótum „Hnjúksins“ og þaðan klifnir lokametrarnir.

Á leiðinni upplifa fjallagöngumenn eitt besta og glæsilegasta útsýni á Íslandi og loks á tindinum er útsýni til allra átta sem á fá líkindi á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Það er því ekki skrítið að ferðir á Hvannadalshnjúk verða vinsælli með hverju árinu og síðstu árin hafa þúsundir manna lagt leið sína þangað.

Ein algengasta spurning fólks er; fyrir hvern er þessi ferð? Hún er alls ekki fyrir alla. Þú verður fyrst og síðast að vera í góðu líkamlegu formi. Það tekur vel í að vera á ferðinni við miserfiðar aðstæður í 12-18 klukkustundir þar sem hækkunin er liðlega tvö þúsund metrar. Leiðsögumenn Tröllaferða gefa góð ráð um hvernig best er að undirbúa sig og hver viðmiðin eiga að vera.


General Information

Available

Mars – Júní

Duration

12-18 klukkustundir

Difficulty
Erfitt
Group size

6 (minnst tveir þáttakendur til að ferð sé farin)

Minimum age

16 ára. Þáttakendur frá 16-18 ára þurfa samþykki frá forráðamönnum.

What's included?

Leiðsögn sérfræðinga
Leiðsögn frá okkar besta fólki sem þekkir svæðið mjög vel

What do I need to bring?
 • Góður göngufatnaður, buxur, innsta lag, miðlag og síðan vindheldur jakki og buxur(Gore-tex eða sambærilegt)
 • Vettlingar(gott að hafa ulla- og vindvettlinga)
 • Húfa(lambhúshetta)
 • Hálfstífir eða stífir fjalgönguskór
 • Legghlífar
 • Bakpoki
 • Nesti+drykkjarföng
 • Sólgleraugu
 • Sólarvörn (Styrkleiki 30)
 • Létt dún eða primaloftúlpa
 • Best er að vera nokkrum lögum af fatnaði sem hægt er að fara í og úr eftir því sem veður breytist.
 • Þáttttakendur fá sendar nákvæmari upplýsingar varðandi ferðina og nauðsynlegan búnað og undirbúning.
Please note
 • Ganga á Hvannadalshnúk tekur milli 12-18 klukkustundir. Því er nauðsynlegt að vera vel búinn, nesti og drykkir.
 • Súkkulaði og orkustykki gefa góða orku í stuttan tíma en einnig er gott að vera með 2-6 samlokur í för.
 • Nauðsynlegt er að vera með góða vatnsbrúsa í för en íþróttadrykkir geta einnig hjálpað til.
Cancellation policy
 • Afbókannir sem koma 48 klukkutímum fyrir brottför eru ekki endurgreiddar

Map

Tröll Expeditions Skaftafell

FAQ