Við hjá Tröllaferðum erum ævinlega þakklát fyrir framlag ykkar á þessum víðsjárverðu tímum sem nú sér loks fyrir endann á. Til þess að sýna þakklæti okkar í verki langar okkur til að bjóða ykkur í fría ferð með okkur í sumar. Ferðirnar sem við bjóðum uppá eru jöklaferðir á Sólheimajökul eða í Skaftafelli, snorkel-ferðir í Silfru á Þingvöllum og jeppaferðir í íshella í Kötlujökli frá Vík í Mýrdal. Þið getið nálgast frekari upplýsingar um ferðirnar á forsíðu heimasíðu okkar, www.troll.is og til að fá upplýsingar um hvernig skal bóka skal senda tölvupost á [email protected] Þið eigið okkar dýpstu þakkir skilið fyrir ykkar starf og vonum við að það sem við bjóðum verði til þess að þið getið notið verðskuldaðs orlofs ykkar í sumar á Íslandi enn meir með ykkar nánustu.

Jafnframt er nú fullkominn tími fyrir aðra Íslendinga að njóta íslenskrar náttúru og heimsækja íslenska jökla eða Silfru undir öruggri leiðsögn reyndra leiðsögumanna. Því bjóðum við 25% afslátt af öllum ferðum fyrir alla Íslendinga í allt sumar eða til 1. sept.

Tröllaferðir er ungt fyrirtæki en hefur gengið vel og fyrirtækið vaxið og dafnað hratt og rétt eins og aðrir aðilar í ferðaþjónustu notið þar einstakrar gestrisni íslenskrar þjóðar. Svo þegar kreppti að vegna ófagnaðarveiru áttum við rétt eins og aðrir allt undir undraverðu starfi heilbrigðisstarfsfólks í landinu. Íbúar Íslands og framlínustéttir á íslenskum heilbrigðisstofnunum eiga því aldeilis skilið að njóta þess sem hundruðir þúsunda erlendra ferðamanna hafa notið á undanförnum árum.

Kærar þakkir aftur, og sjáumst í sumar.
Starfsfólk Tröllaferða

 

Snorkeling in Silfra

Skaftafell 3-Hour Glacier Hike

Sólheimajökull 3-Hour Glacier Hike

Katla Ice Cave

heart