Á þeim fjórum árum síðan Tröllaferðir voru stofnaðar hefur úrval ferða sem við bjóðum uppá aukist jafnt og þétt.

Nú er það svo að ferðum er hægt að skipta upp í tvenns konar; annars vegar skipulagðar heils dags eða ferðir með gistingu frá Reykjavík, og hinsvegar ferðir þar sem gestir okkar hitta okkur á ýmsum stöðum úti á landi og koma með okkur í styttri ferðir.

Þessar styttri ferðir eru til dæmis jöklaferðir, yfirborðsköfun eða “snorkel” í Silfru á Þingvöllum og jeppaferðir í íshella.

Við bjóðum upp á jöklaferðir á tveim stöðum á landinu, við Sólheimajökul sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og aðgengilegur frá Þjóðvegi eitt rétt austan við Skógafoss. Sólheimajökull ber merki þess að vera í námunda við Kötlu enda sótugur og öskudrifinn síðan í Kötlugosinu 1918. Nú eru liðin 102 ár síðan og segja fróðir að tími sé kominn á næsta gos. Sótlínur í ísnum eru vel sjáanlegar og í sumarbráðnun jökulsins birtast þessar línur og askan enn greinilegra. Aldagömul askan birtist undan ísfarginu og skilar sér með bráðnun niður að jökulröndinni. Jöklaganga upp á Sólheimajökul hefst við bílastæðið sem er tryggilega merkt frá þjóðvegi 1. Þar hitta gestir okkar leiðsögumenn sína og græja sig upp af mannbroddum, ísöxum, sigbeltum og hjálmum. Við bjóðum einnig upp á að leiga gönguskó ef þörf er á. Ferðin tekur um þrjár klukkustundir frá upphafspunkti og til baka og er fyrst gengið að jökulröndinni. Þar eru mannbroddarnir reimaðir á gesti og leiðsögumann og farið yfir grunnatriði þess að labba á ís á grófum mannbroddum auk öryggisatriða varðandi umgengni á jöklum og við jökulsprungur.

Hinn staðurinn sem við bjóðum uppá jöklagöngur er við Falljökul í Skaftafelli. Við hittumst við flugvöllinn í Skaftafelli þar sem við setjum búnaðinn á okkur og leggjum af stað að bílastæðinu við Falljökul. Þaðan tekur við stutt ganga að jökulánni og að brú yfir hana. Þar setjum við á okkur mannbroddana förum yfir nauðsynleg öryggisatriði er varðar gönguferðir á jöklum og höldum svo upp á jökul. Falljökull er eins og nafnið gefur til kynna brattur en fyrsti kaflinn er vel viðráðanlegur óvönu göngufólki enda snúast jöklagöngurnar okkar meira um upplifunina en kapphlaupið á toppinn. Falljökull er í Skaftafelli sem er áreiðanlega einn fallegasti staður landsins og margt að gera og sjá þar. Skriðjöklar á hverju strái og fallegar gönguleiðir um Skaftafell, t.d. upp að Svínafellsjökli eða Svartafossi.

Silfra á Þingvöllum hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein mesta náttúruperla landsins. Þar bjóða Tröllaferðir uppá yfirborðsköfunarferðir eða svokallaðar snorkel ferðir. Snorkel ferðir hafa það yfir köfun að það er friðsælli ferð og er minna ryki þyrlað upp og ótrúlegu skyggni í tæru Þingvallavatni síður spillt. Auk þess eru færri skilyrði til þess að komast í þá ferð. Við hittumst á bílastæðinu við Silfru (best að leggja á P5 bílastæði Þingvallaþjóðgarðs og labba um 2 mínútur til okkar). Þar taka leiðsögumenn við gestum okkar og fræða þá um Silfru, Þingvallavatn og hraunin þar í kring auk öryggisatriða. Svo förum við í hlýja undirbúninga og þurrbúninga sem halda hita á öllum líkamanum nema rétt í kringum munn og kinnar, en þar er eina snerting vatns og húðar. Ekki er þörf á að koma með neitt annað en þægileg teygjanleg föt til að vera í innan undirbúnings. Eins er gott að skilja skartgripi, hringa og eyrnalokka o.s.frv. eftir heima eða í læstum bíl.

Vík í Mýrdal er án nokkurs vafa eitt fallegasta bæjarstæði landsins en þar hittumst við til að fara í íshellaferð í Kötlujökli. Við hefjum þá ferð á um 30 mínútna akstri í mikið breyttum fjallajeppum og keyrum upp að jökulröndinni. Þar setjum við mannbroddana á okkur og göngum á sandinum að íshellinum. Íshellirinn er í Kötlujökli sem þekur hið alræmda eldfjall Kötlu sem gaus síðast 1918. Íshellirinn ber þess merki að vera á eldfjallasvæði og eru öskulög í ísnum greinileg. Ísinn, askan og Mýrdalssandurinn auk fallegra fjalla gefa svæðinu ótrúlega einkennandi svip og er erfitt að fara þaðan án fulls síma af Instagramtilbúnum myndum, filterslausum!

Þessar ferðir og fleiri eru í boði inná heimasíðu okkar www.troll.is – og þú ert hjartanlega velkomin! Notaðu AFRAMISLAND til að fá besta mögulega verðið á góðu ævintýri í sumar

Snorkeling in Silfra

Skaftafell 3-Hour Glacier Hike

Katla Ice Cave

 

 

heart