Nú erum við farin að geta tekið við Ferðagjöfinni á síðunni hjá okkur á einfaldan máta, þú einfaldlega finnur þá ferð sem þú hefur áhuga á að prófa, finnur dag og tíma sem hentar þér og hefur bókunarferlið, þegar í körfuna er komið smellir þú á litla ör við hliðina á Promo Code or Gift Card og velur Gift card, fylgir svo ferlinu í Ferðagjöf appinu til að fá kóða til að setja þar inn. Til að toppa það þá bjóðum við líka afslátt af ferðunum okkar ef þú notar kóðann AFRAMISLAND en hægt er að setja það inn á sama hátt og kóðann sem kemur frá Ferðagjöfinni, þannig fæst 25% afsláttur af verðinu á ferðinni líka. Allar upplýsingar um hvernig það virkar má finna hér https://ferdagjof.island.is/ Fyllir svo út formið og ýtir á continue til að ganga frá greiðslu á eftirstöðvum. Allt klárt og við tökum glöð á móti þér og þínum í skemmtilega ferð í sumar.

Í vor ákváðum við að við þyrftum að gera eitthvað til að þakka þeim sem hafa staðið vaktina á þessum tímum og buðum við heilbrigðisstarfsfólki að koma með okkur frítt í ferðir og sumar og hafa nú þegar tæp tvö þúsund nýtt það tilboð sem bóka þurfti fyrir 1. Júlí. Fleiri eiga eftir að koma með okkur þegar líður á sumarið, þökkum við öllum kærlega fyrir frábærar viðtökur við þessu hjá okkur og skemmtu leiðsögumenn okkar sér vel við að sýna þessu frábæra fólki landið okkar.

Í sumar verða einnig mörg tilboð í gangi af ferðunum okkar og bendum við öllum á að kynna sér það vel þegar verið er að skoða ferðir til að njóta með fjölskyldu eða vinum í sumar  🙂

heart